Skatturinn - skattar og gjöld
Fyrirsagnalisti

Lokað á morgun, miðvikudag
Vegna starfsmannafundar verða allar starfsstöðvar Skattsins lokaðar miðvikudaginn 14. maí.
Á Ísafirði varir lokunin frá þriðjudegi til kl. 10 á fimmtudag.
Viðskiptavinum er bent á að gagnlegar upplýsingar hér á vefnum sem og þær sjálfsafgreiðslulausnir sem eru í boði. Ef einhverjar spurningar vakna stendur spjallmennið okkar vaktina og getur svarað allskyns spurningum.

Upplýsingar um persónuafslátt
Persónuafsláttur er skattaafsláttur sem veittur er öllum 16 ára og eldri. Hér má finna upplýsingar um fjárhæð persónuafsláttar, hvað skal gera þegar byrjað er í nýrri vinnu og hvernig færa á persónuafslátt á milli launagreiðenda.

Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum
Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun á mínum síðum á Ísland.is. Áætlunin er gerð til að létta greiðslubyrði og fresta innheimtuaðgerðum.
Fyrirtæki og einstaklingar geta samið um dreifingu skatta, virðisaukaskatts, gjalda og sekta.

Viðburður á vegum Ársreikningaskrár
Ársreikningaskrá Skattsins boðar til kynningarfundar fimmtudaginn 22. maí kl. 9:15 um niðurstöður eftirlitsaðila á evrópska efnahagssvæðinu með reikningsskilum útgefenda.
Hvar: Hjá Skattinum, Katrínartúni 6 og í streymi á Teams
Hvenær: 22. maí kl. 09:15. Húsið opnar kl. 9.